top of page
  • Facebook
  • Twitter
  • Instagram

MIÐLA

Gildi, styrkleikar og áhugamál

Í námslotu 1 er áherslan á að vinna með eiginleikana gildi, styrkleika og áhugamál þar sem þeir eru meðal þeirra eiginleika sem liggja til grundvallar góðu náms- og starfsvali. Markmiðið er að auka sjálfsþekkingu nemenda og þjálfa hugtakanotkun. 

Mikilvægt er að náms- og starfsráðgjafi og umsjónarkennari leggi inn og ræði merkingu ofangreindra hugtaka áður en farið er í að vinna verkefni. Hægt er að hafa eftirfarandi skýringar til hliðsjónar þegar unnið er með nemendunum í umræðum og hugstormun: 

  • Persónuleg gildi endurspegla hvað skiptir viðkomandi máli og í umræðu með nemendum er gott að taka dæmi.

  • Styrkleiki/ar er það sem viðkomandi er góður í, færni eða hæfni þar sem honum gengur vel í.

  • Áhugamál er það sem viðkomandi finnst skemmtilegt, það sem honum/henni líkar að hugsa og/eða gera. Hér gott að nota setninguna „líkar að gera“ þar sem spurningar úr rafræna áhugasviðsprófinu í lotu fjögur eru orðaðar svona.

 


Til að þjálfa skilning nemenda á þessum hugtökum er unnið með verkefni sem fær þau til að hugsa um þessi hugtök bæði út frá ákveðinni týpu, og einnig út frá sjálfum sér. Hér að neðan má sjá dæmi um verkefni þar sem unnið er með hugtökin gildi, styrkleikar og áhugamál (sjá verkefnablöð 1, 2 og 3 hér að neðan). 

Gert er ráð fyrir því að nemendur fái verkefnablöð 1 og 2, á undan verkefnablaði 3. Þannig þau fái tækifæri til að átta sig frekar á hugtakamuninum áður en þau fara að spegla sjálfan sig í þeim. 

​Að lokinni verkefnavinnu er mikilvægt að taka umræðu um niðurstöður nemenda án þess þó að taka svörun einstakra fyrir. Það getur verið persónubundið hvað nemendur kjósa að deila með bekknum.

Lota 1; Verkefni 1

Lota 1; Verkefni 2

Lota 1; Verkefni 3

© 2023 by Miðla. All Rights Reserved. Created with passion by our team.

bottom of page