top of page
  • Facebook
  • Twitter
  • Instagram
20240713_174702.jpg

MIÐLA

MarkViss

MarkViss er heildstætt efni í náms- og starfsfræðslu ætlað nemendum á lokaári í grunnskóla. Einnig er hægt að nýta verkefnin með yngri bekkjum á unglingastigi. Náms- og starfsfræðsla í skólakerfinu snýr fyrst og fremst að því að uppfræða ungmenni um athafnir, innihald, fjölbreytileika og tækifæri sem bjóðast í námi og starfi. Mikilvægt er að þekkja sína persónulegu eiginleika eins og gildi, styrkleikar og áhugamál. Í öðru lagi er þekking á náms- og starfsumhverfi mikilvægur meðspilari og leikur þetta tvennt lykilhlutverk að góðu náms- og starfsvali.

Þegar náms- og starfsval byggir á ígrundaðri ákvörðun sem samræmist persónulegum eiginleikum og áhuga, aukast líkurnar á að upplifa ánægju og árangur í því sem þú tekur þér fyrir hendur. 

Námslotur MarkViss

Námsloturnar eru fjórar talsins og skal vinna þær í röð þar sem efnið byggir ofan á hvert öðru.
​​
Námslota 1

Gildi, styrkleikar og áhugamál

Námslota 2

Sviðin 6

Námslota 3

Vettvangur náms og starfa

Námslota 4

Áhugasviðskönnun og úrvinnsla

© 2023 by Miðla. All Rights Reserved. Created with passion by our team.

bottom of page