top of page
  • Facebook
  • Twitter
  • Instagram

MIÐLA

Sviðin 6 - HVLFAS
Handverkssvið - Vísindasvið - Listasvið - Félagssvið - Athafnasvið - Skipulagssvið

Að lokinni námslotu 1 er farið í námslotu 2 þar sem unnið er með fjölbreytnina í námi og starfi, og samræmi þess við persónulega eiginleika. Hugsunin að verkefnunum hér byggir á kenningu Holland (1997) um starfa- og áhugasviðin 6 sem gjarnan er lögð til grundvallar í vinnu með náms- og starfsval. Markmiðið með námslotunni hér að skýra hugmyndir nemenda um náms- og starfsáhugann sinn. Þetta ýtir undir að rætt sé um hann og sjálfsskilningur eykst. 
 


Þegar nemendur vinna að verkefnunum í lotunni er gert ráð fyrir því að þau séu með lýsingarnar á starfa- og áhugasviðunum 6 sér við hlið. Hér að neðan má sjá sviðslýsingarnar byggt á íslenskri þýðingu höfunda Bendils rafrænu áhugasviðskönnunarinnar (Sif Einarsdóttir og James Rounds, 2007) en þessi starfakenning Holland er lögð til grundvallar í þeirri könnun. 
 


Verkefnin í þessari lotu eru einnig hér að neðan og bæði er hægt að vinna þau einstaklingslega eða í hóp. Um er að ræða verkefni í upplýsingaleit og tengiverkefni sem kallar á að þau þurfa að lesa og leggja skilning í þessar ólíku lýsingar. ​Þetta hjálpar þeim að átta sig á mikilvægi samræmis milli þeirra eiginleika sem maður býr yfir og hvers er krafist á ólíkum náms- og starfssviðum. 
 


Í verkefninu þar sem farið er í upplýsingaleit (sjá verkefnablað 4 hér að neðan) er hugmyndin að náms- og starfsráðgjafinn byrji á því að fá hugmyndir frá nemendum að störfum eða vettvöngum sem þeir hafa áhuga á að kynna sér. Síðan tekur ráðgjafinn hugmyndirnar saman og deilir út starfsheitum og verkefnablaði. Hér er hægt að láta nemendur fá nokkur starfsheiti og verkefnablöð, það þarf ekki að vinna eingöngu með eitt starfsheiti.  
 


Í verkefninu þar sem unnið er með að tengja á milli starfa og sviða (sjá verkefnablað 5 hér að neðan) er áfram gert ráð fyrir að þau fái að hafa sviðslýsingarnar hjá sér. Að loknu tengiverkefni er síðan hægt að fara í upplýsingaleit að því hvaða námsleiðir er hægt að fara til að læra til starfsins.



Þessi verkefni eru góð og mikilvægur undirbúningur undir námslotu 3 þar sem unnin eru verkefni í tengslum við náms- og starfsvettvanga. 

Lota 2; Sviðslýsingar

Lota 2; Verkefni 4

Lota 2; Verkefni 5

Holland, J. L. (1997). Making vocational choices: A theory of vocational personalities and work envionments (3. útgáfa). Englewood Cliffs, NJ: Prentice Hall. 

Sif Einarsdóttir og James Rounds. (2007). Bendill rafræn áhugakönnun: Þróun og notkun.
Reykjavík: Háskólaútgáfan. 

© 2023 by Miðla. All Rights Reserved. Created with passion by our team.

bottom of page