top of page
  • Facebook
  • Twitter
  • Instagram

MIÐLA

Áhugasviðskönnun og úrvinnsla

Í síðustu og fjórðu námslotunni skal bjóða nemendum upp á að taka rafræna áhugasviðskönnun. Miðað er við að nota íslensku könnunina Bendil 1 sem hönnuð er með íslenskt skólakerfi og vinnumarkað í huga. Höfundur tók þátt í þróun á einni af þeim fjórum Bendil könnunum sem til eru á árunum 2010-13 (Sif Einarsdóttir, Katrín Ósk Eyjólfsdóttir og James Rounds, 2013; Katrín Ósk Eyjólfsdóttir, 2012). Kosturinn við þessa áhugasviðskönnun er að niðurstöðurnar koma strax rafrænt og eru mjög myndrænar. 
 


Markmiðið með þessari námslotu er að gefa nemendum tækifæri á að kortaleggja eigin náms- og starfsáhuga og sjá hvernig áhugi og eiginleikar samræmast sviðunum 6. Í þessari lotu koma allir þættir saman sem búið er að vinna með á undan og því mikilvægt að vera búin að fara í gegnum námslotur 1-3. 
 


Náms- og starfsráðgjafinn heldur utan um fyrirlögn og úrvinnslu með nemendum, en hann úthlutar hverjum og einum kóða til að komast inn á þessa rafrænu áhugasviðskönnun. Náms- og starfsráðgjafinn þarf að hafa setið réttindanámskeið fyrir Bendil til að mega leggja hann fyrir og vinna úr. 
 


​Niðurstöður úr áhugasviðskönnuninni gefa einn til tvo kóða sem gefa til kynna hvar eiginleikar viðkomandi koma sterkast fram og samræmist hvaða sviðum mest. Bæði hérlendis og erlendis er búið að kóða störf eftir sviðum Holland (Sif Einarsdóttir, Katrín Ósk Eyjólfsdóttir og James Rounds, 2013) og því hægt að vinna ýmis skemmtileg úrvinnsluverkefni með nemendum. 
 


Að lokinni fyrirlögn er mikilvægt að hver og einn nemandi fái einstaklingsúrvinnslu úr sínum niðurstöðum. Mikilvægt er að koma þeim skilning til nemenda að áhugasviðakönnun segir ekki hvað maður á að verða. Niðurstöðurnar gefa til kynna hvernig áhugi viðkomandi og eiginleikar samræmast tilteknum sviðum. Að lokinni einstaklingsúrvinnslu er síðan hægt að vinna saman í bekknum með þá kóða sem komu upp. Vinna má verkefni í upplýsingaleit að námi og störfum sem samræmast niðurstöðurkóðunum, og er hægt að nýta verkefnablöð úr fyrri námslotum. 

Sif Einarsdóttir, Katrín Ósk Eyjólfsdóttir og James Rounds. (2013). Development of

Indigenous Basic Interest Scales: Re-structuring the Icelandic Interest Space.  Journal of Vocational Behavior, 82, 105-115.

Katrín Ósk Eyjólfsdóttir. (2012). Tengsl persónuleika og starfsáhuga við framtíðarmarkmið áunglingsárum (meistararitgerð). Háskóli Íslands, Reykjavík.

© 2023 by Miðla. All Rights Reserved. Created with passion by our team.

bottom of page