top of page
  • Facebook
  • Twitter
  • Instagram

MIÐLA

Lykilhæfni - Viðmið

Venjan er að hver grunnskóli útfæri sína skólanámskrá og hæfniviðmið í hverri námsgrein. Námsefnið í MarkViss getur fallið undir lífsleikni og samfélagsfræði, en einnig má ímynda sér að flétta verkefnin inn í aðrar greinar eins og íslensku. Ef horft er til lykilhæfni sem tilgreind eru í Aðalnámskrá grunnskóla (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2011/2013) fellur námsefnið hér undir nokkra valda þætti sem taldir eru upp hér að neðan. Lykilhæfni skal vera til grundvallar í almennu námi grunnskólabarna. 
 


Tjáning og miðlun 

  • Tjáð hugsanir sínar, hugmyndir og tilfinningar á skipulegan, skýran og viðeigandi hátt

  • Nota orðaforða á fjölbreyttan hátt og viðeigandi hugtök sem tengjast margskonar umfjöllunarefni

Skapandi og gagnrýnin hugsun

  • Tekið upplýsta afstöðu til gagna og upplýsinga, dregið ályktanir og skapað eigin merkingu

Sjálfstæði og samvinna

  • Gert sér grein fyrir hvernig hann nýtir styrkleika sína og hefur skýra sjálfsmynd

  • Unnið með öðrum og tekið þátt í samskiptum og lagt sitt af mörkum í uppbyggilegu samstarfi sem tengist námi og félagsstarfi innan skóla

Nýting miðla og upplýsinga

  • Nýtt fjölbreytta miðla og hjálpartæki á ábyrgan hátt við að leita upplýsinga til stuðnings í námi sínu

  • Gert sér grein fyrir hvernig hann getur hagnýtt sterkar hliðar sínar á skapandi hátt í námi og haft skýra sjálfsmynd

 


Mælt er með því að gefa umsögn í námsmati, lokið/ólokið, metið eða staðið eftir virkni, skilningi og nýtingu nemendans á verkefnunum. Það er ekki hægt að meta verkefnin þannig að horft sé til þess hvort nemandinn hafi gert þau rétt eða rangt, það er ekki til þegar unnið er með sálfélagslega þætti.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið. (2011/2013). Aðalnámskrá grunnskóla. Almennur hluti 2011. Greinasvið 2013. Reykjavík: Höfundur. Sótt af: https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=f7d55056-989c-11e7-941c-005056bc4d74

© 2023 by Miðla. All Rights Reserved. Created with passion by our team.

bottom of page